LEIÐBEININGAR UM UNDIRBÚNING FYRIR ÓMSKOÐUN Á ENDAÞARMI OG ENDAÞARMSOPI
Fyrir aðgerð
Ómskoðun á endaþarmi og endaþarmsopi er gerð til þess að skoða æxli og sepa í endaþarmi eða til að skoða hringvöðvann í kring um endaþarmsopið. Það er einnig hægt að meta stærð og legu sýkingar og fistla í endaþarmsopi.
1-2 klst fyrir komu tæmir þú endaþarminn með 2 microlax eða Klyx til að auðvelda rannsóknina.