Emil Árni Vilbergsson 

| Háls, nef og eyrnalæknir

 

sérfræðingur í efri öndunarfærum og þar sérstaklega nefi og kinnholum (Rhinologia)

 

Nám og störf

Emil útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands 2004 og fékk almennt lækningaleyfi 2005.  Emil stundaði sérnám í Lundi í Svíþjóð og hlaut sérfræðiréttindi í háls nef og eyrnalækningum 2012 og starfaði sem sérfræðingur í Svíþjóð til 2019. Emil hóf störf á Klíníkinni í júlí 2019.

Emil sinnir greiningu og meðferð sjúkdóma frá höfði, háls og eyrum.  Hann hefur sérhæft sig i meðferð sjúkdóma í nefi og ennisholum, þ.e.a.s. öndunarvandamálum í nefi, nefstíflum og langvarandi kinnholubólgum.  Hefur starfað sem sérfræðingur í andlitsbrotum og sinnir fylgikvillum þeirra á Klínikinni. Einnig sinnir hann helstu aðgerðum í háls, nef og eyrnalækningum svo sem:

  • Aðgerðir til að bæta öndun með nefi

  • Aðgerðir vegna endurtekinna sýkinga í ennis- og kinnholum

  • Kæfisvefns og hrotuaðgerðir

  • Hálskirtla og nefkirtlatökur

  • Röraísetning og meðhöndlun vandamála vegna endurtekinna eyrnabólgna

  • Aðgerðum á húðbreytingum og góðkynja hnútum/æxlum í andliti og hárssverði

  • Aðgerðir á útstæðum eyrum.

Tímapantanir í síma 519 7000 eða á heimasíðu Heilsuveru

Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin

 Ármúla 9, 108 Reykjavík, Iceland // mottaka@klinikin.is