Skref fyrir skref//

1 - Frumgreining

Frumgreining Brjóstakrabbameins á sér oftast stað með myndatöku. Ástæður þess að konur leita til læknis og óska eftir myndatöku eru einkum þrenns konar þ.e. reglubundið eftirlit, þekkt áhættusaga t.d. vegna erfða og í sumum tilfellum hefur kona fundið hnút í brjósinu sem hún vill láta kanna. Á Brjósamiðstöðinni starfa sérfræðingar í myndgreiningu vegna Brjóstakrabbameins og hægt er að panta tíma í myndatöku án tilvísunar eða beiðni frá öðrum lækni. Myndataka er öllu jafna fyrsta skrefið í greiningarvinnu þegar um brjósakrabbamein eða grun um slíkt er að ræða.

2 - Nákvæmari greiningarvinna

Ef grunur um brjóstakrabbamein er staðfestur með myndatöku tekur við nákvæmari greiningarvinna. Í þeirri vinnu felst yfirleitt sýnataka úr brjósti sem gerð er með einfaldri ástungu. Eins er algengt að þættir á borð við erfðir og almennt heilsufar séu skoðaðir og í mörgum tilfellum fer fram ítarlegri myndataka.

Leiðandi sérfræðingar á sínu sviði //

Innan Brjóstamiðstöðvarinnar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu sem hefur að markmiði að gefa greiningu og meðferðarúrræði samdægurs:

Þjónusta//

Brjóstamiðstöðin sérhæfir sig í greiningum, heildstæðum meðferðum við brjóstakrabbameini og eftirfylgni vegna þeirra. Hér má finna upplýsingar um þá þjónustu sem við veitum auk almennra upplýsinga fyrir skjólstæðinga og aðstandendur þeirra.

Þverfaglegt teymi sérfræðinga starfar að greiningu og meðferð brjóstameina, auk forvarna og greiningu áhættuþátta, meðal annars vegna erfða.

Lögð er áhersla á þverfaglega nálgun og þannig stuðlað að heildstæðri umgjörð þeirrar starfsemi sem tryggir að sjúklingar fái fyrsta flokks þjónustu og meðferð. 

Fréttir //

Samningur við Færeyjar

2. október 2016

Undirritaður hefur verið áframhaldandi samningur við heilbrigðisyfirvöld í Færeyjum varðandi greiningu og meðferð brjóstakrabbameina. 

Brjóstamiðstöðin og Klíníkin Ármúla fagna því trausti sem Færeyjar bera til starfseminnar með að framlengja gildandi samning.

Fullkomnasta brjóstaröntgentæki landsins

Klíníkin Ármúla getur nú boðið upp á greiningu brjóstameina með einu fullkomnasta brjóstaröntgentæki landsins. Til frekari greiningar er einnig beint aðgengi að ómskoðun og vefjasýnatöku með ástungu. Allt eftir því sem þurfa þykir í hverju tilviki og allt við sömu komu.

Myndband //

Evrópuátak til að minnka áhættu af krabbameinum - einn af þeim þáttum er brjóstaskimun

Tímapantanir í síma 519 7000 eða á heimasíðu Heilsuveru

Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin

 Ármúla 9, 108 Reykjavík, Iceland // mottaka@klinikin.is