Leiðandi sérfræðingur á sínu sviði //

Kristján Skúli Ásgeirsson er brjóstaskurðlæknir með sérhæfingu aðgerðum vegna brjóstakrabbameina, fyrirbyggjandi brjóstnámi vegna BRCA gens og enduruppbyggingu brjósta eftir brjóstnám.

Þjónusta //

Starfsemi Brjóstamiðstöðvarinnar er þríþætt.

 

Í fyrsta lagi, býður Brjóstamiðstöðin upp á greiningu, eftirlit og fyrirbyggjandi/áhættuminnkandi brjóstnámsaðgerðir hjá konum sem eru í mikilli áhættu á að fá brjóstakrabbamein, m.a. vegna stökkbreytinga í BRCA genum, öðrum há-áhættu genum eða vegna sterkrar fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein.

 

Kristján Skúli, brjóstaskurðlæknir, hefur sérhæft sig sérstaklega í þessum tegundum fyrirbyggjandi brjóstnámsaðgerða og vinnur á þessu sviði einnig í Bretlandi við “The Nottingham Breast Institute”.

 

Aðstæður til að framkvæma fyrirbyggjandi brjóstnámsaðgerðir í Klíníkinni Ármúla og til að sinna eftirmeðferðinni, eru eins og best þekkjast og lögð er áhersla á að bjóða upp á persónulega og einstaklingsmiðaða þjónustu.  Þverfaglegt teymi sér um utanumhald hverrar konu við eftirmeðferðina, þ.e. hjúkrun, sjúkraþjálfun o.fl.

 

Kristján Skúli er með samning við Sjúkratryggingar Íslands um greiðsluþáttöku við þessar aðgerðir og er því grunnkostnaður fyrir konurnar við skurðaðgerðina, sambærilegur og ef þær færu annars staðar innan íslenska heilbrigðiskerfisins.

 

Í öðru lagi, sinnir Brjóstamiðstöðin öllum alhliða brjóstaskurðlækningum sem og öllum konum sem þurfa ráðgjöf og aðgerð, vegna góðkynja brjóstameina, brjóstakrabbameins eða lagfæringar eftir aðgerðir, t.d. vegna brjóstakrabbameins.  Flestar þessara aðgerða eru framkvæmdar samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

 

Í þriðja lagi, býður Brjóstamiðstöðin upp á flestar fegrunaraðgerðir á brjóstum eins og t.d. brjóstastækkanir eða brjóstaminnkanir.

FYRIRBYGGJANDI BRJÓSTNÁM OG ENDURUPPBYGGING BRJÓSTA

Innan Brjóstamiðstöðvarinnar er mikil reynsla varðandi ráðgjöf er tengjast aukinni áhættu á brjóstakrabbameini, svo sem vegna BRCA gena.

Í vissum tilfellum er áhætta á brjóstakrabbameini það mikil á lífsleiðinni að viðkomandi einstaklingur ákveður að grípa til fyrirbyggjandi brjóstnáms til að fjarlæga þá áhættu. 

Brjóstamiðstöðin hefur mikla og viðtæka reynslu af þessari tegund aðgerða, oft er hægt að byggja upp ný brjóst í sömu aðgerð. 

Upplýsingar um kostnaðarþáttöku sjúklings er að finna á vef Sjúkratrygginga Íslands, www.sjukra.is

Greining brjóstameina //

Ástæður þess að konur leita til læknis og óska eftir myndatöku eru einkum þrenns konar þ.e. reglubundið eftirlit, þekkt áhættusaga t.d. vegna erfða og í sumum tilfellum hefur kona fundið hnút í brjósinu sem hún vill láta kanna. Reglubundið eftirlit er t.d. kembileit Krabbameinsfélags Íslands. 

Brjóstamiðstöðin sinnir konum sem vegna áhættu og/eða vegna nýrra einkenna frá brjóstum þurfa á á skoðun að halda.

1 - Frumgreining

Frumgreining brjóstakrabbameins á sér oftast stað með myndatöku. Á Brjóstamiðstöðinni starfa sérfræðingar í myndgreiningu vegna brjóstakrabbameins, hægt er að panta tíma í myndatöku án tilvísunar eða beiðni frá öðrum lækni. Myndataka og skoðun er öllu jafna fyrsta skrefið í greiningarvinnu þegar um brjósakrabbamein eða grun um slíkt er að ræða.

2 - Nákvæmari greiningarvinna

Ef grunur um brjóstakrabbamein er staðfestur með myndatöku tekur við nákvæmari greiningarvinna. Í þeirri vinnu felst yfirleitt sýnataka úr brjósti sem gerð er með einfaldri ástungu. Eins er algengt að þættir á borð við erfðir og almennt heilsufar séu skoðaðir og í mörgum tilfellum fer fram ítarlegri myndataka.

3 - Ákvörðun um meðferð

Meðferð brjóstakrabbameina er oft fjölþætt, þ.e. aðgerð auk stuðningsmeðferðar með lyfjum eða geislameðferð. Árangur meðferðar hefur farið batnandi en einn lykill þáttur þess er snemmgreining æxlisvaxtar.

Tímapantanir í síma 519 7000 eða á heimasíðu Heilsuveru

Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin

 Ármúla 9, 108 Reykjavík, Iceland // mottaka@klinikin.is