Árni Stefán Leifsson

| Þvagfæraskurðlækningar

 

Allar almennar þvagfæraskurðlækningar svo sem þvagblöðru- og blöðruhálskirtilsvandamál, ristruflanir, ófrjósemisaðgerðir karla og nýrnasteinar. 

 

Nám og störf

Árni útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2002 og fékk almennt lækningaleyfi 2003. Stundaði sérnám í Västerås og Uppsala, Svíþjóð og öðlaðist sérfræðiviðurkenningu í þvagfæraskurðlækningum 2011. Eftir sérnám fluttist Árni heim til Íslands 2013 og hefur starfað við þvagfæraskurðdeild Landspítala og Læknahúsið, Domus Medica en hefur nú störf í Klínikinni, Ármúla.

Árni mun sinna greiningu á sjúkdómum í þvagfærum sem og kynfærum karla, svo sem nýrna-, þvagblöðru- og blöðruhálskirtilskrabbameini, nýrnasteinum, ristruflunum og þvaglátavandamálum. Þá er í Klínikinni mjög góð aðstaða til að framkvæma minni skurðaðgerðir og inngrip eins og til dæmis ófrjósemis- og forhúðaraðgerðir, blöðruspeglanir og ómskoðanir af blöðruhálskirtli.

Utan vinnutíma

Áhugamál Árna utan vinnutíma eru knattspyrnutreyjur, lestur fornsagna og pönnukökubakstur.

 

Tengill á heimasíðu Árna: www.þvagfæraskurðlæknir.is

Tímapantanir í síma 519 7000 eða á heimasíðu Heilsuveru

Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin

 Ármúla 9, 108 Reykjavík, Iceland // mottaka@klinikin.is