Leiðandi sérfræðingur á sínu sviði //

Helgi H. Sigurðsson er æðaskurðlæknir og almennur skurðlæknir. Helgi er einn af reyndustu æðaskurðlæknum landsins og sinnir greiningu og meðferð æðasjúkdóma

Helgi H. Sigurðsson
Helgi H. Sigurðsson

Æðaskurðlæknir

Helgi H. Sigurðsson
Helgi H. Sigurðsson

Æðaskurðlæknir

1/1

ÆÐASKURÐ-

LÆKNINGAR

Æðavandamál eru algeng vandamál hjá þeim sem eru komin yfir miðjan aldur. Sérstaklega geta komið upp vandamál hjá konum fyrr, þ.e. á meðgöngu.

Aðgerðir við æðavandamálum geta verið opnar aðgerðir, aðgerð með Laser eða meðhöndlun með æðaherpandi efni.

Lögð er áhersla á þverfaglega nálgun og þannig stuðla að heildstæðri umgjörð þeirrar starfsemi sem tryggir að sjúklingar fái fyrsta flokks þjónustu og meðferð.

Hvað eru æðahnútar? //

Æðahnútar er sjúkdómur í bláæðum líkamans, aðallega í ganglimum,sem geta myndast hvar sem er á fótleggjum, en koma oftast fram aftan á kálfum eða innan á fótleggjum. Æðahnútar fyrirfinnast bæði í grunn bláæðakerfinu, sem er nær húðinni og er algengara, en einnig í djúpa  bláæðakerfinu. Í bláæðum eru lokur sem sjá til þess að blóðið flæði bara í eina átt þ.e. frá útlimum til hjarta og má segja að æðarnar séu í raun að vinna á móti þyngdaraflinu. Ef þessar lokur bila þá myndast bakflæði sem veldur auknum þrýstingi, sem veldur því að æðarnar hnykkla sig. Í þessum hnykklum myndast blóðpollar og þetta köllum við í daglegu tali æðahnúta, sem eru bláir eða dökkfjólubláir á lit.

EINKENNI ÆÐAHNÚTA

Æðahnútar eru stundum einkennalausir en helstu einkenni eru:

  • Eymsli eða verkir

  • Þungatilfinning eða þreyta

  • Bjúgur

  • Kláði eða pirringur

  • Púlserandi vöðvakrampi í neðri hluta fótleggja

Misjafnt er hve mikil einkennin eru og hvenær dags þau koma fram. Þau verða oft meira áberandi við langar stöður og yfir nótt. Þegar hækkað er undir fótum þá yfirleitt dregur úr óþægindunum.

ORSAKIR

Orsakir eru ekki alveg þekktar en þessar eru helst nefndar:

  • Lokugalli

  • Erfðir

  • Aldur

  • Kyn

  • Þyngd

 

GREINING

Greining hefst með viðtali við lækni, þar sem farið er yfir einkenni, ættarsögu og almenn skoðun framkvæmd. Að auki er framkvæmd dooplerskoðun þar sem ástand lokanna er kannað sem og ómskoðun til að meta umfang sjúkdómsins. Í kjölfarið er lagt á ráðin um frekari meðferð.

 

Æðahnútar og æðaslit

Æðahnútaaðgerð með laser //

 

Hvað er lasermeðferð

Í lasermeðferð eða glómun öðru nafni, er notast við laser af gerðinni LEONARDO® DUAL 45, sem er nýjasta gerðin á markaðinum og er talinn vera sá allra besti. Glómun er framkvæmd í staðdeyfingu í nánast öllum tilfellum þar sem ekki er þörf á svæfingu, nema í örfáum tilfellum. Notast er við laserþráð sem er þræddur inn í æðina sem um ræðir og er því um innæðaaðgerð að ræða, en ekki er ekki opnað inn á æðina eins og í öðrum æðahnútaaðgerðum. Undir ómstýringu er laserþráðurinn færður upp æðina og sá hluti æðarinnar sem er bilaður er meðhöndlaður. Eftir nokkra mánuði þá sést æðin ekki lengur með ómskoðun.

Fyrir hverja er lasermeðferð

Kannað er með ómskoðun hvort um sé að ræða einungis æðahnúta eða einnig leka í stofnæð, því ef svo er, þá er möguleiki að gera glómun til að leysa vandamálið. Ef eingöngu er um æðahnúta að ræða, þá nægir að fjarlægja þá með svokallaðri heklunál.

AÐGERÐIR Á SKURÐSTOFU

Algengast er að æðahnútaaðgerðir séu gerðar í slævingu á skurðstofu, þetta á sérstaklega við um aðgerðir þar sem lasertækni er beitt við að brenna skemmdu æðarnar sem leka og valda æðahnútum.

Æðahnútaaðgerð með laser tækni tryggir viðkomandi einstaklingi eins skjótan bata og mögulegt er eftir aðgerð.

Hvað er æðaslit? //

Nálægt yfirborði húðarinnar liggja þunnar bláæðar sem tengjast bláæðakerfi líkamans. Æðaslit felur ekki í sér að æðarnar slitni, þó svo nafnið gefi það til kynna, heldur myndast það þegar æðarnar víkka út þannig að þær verða sjáanlegar. Æðaslit er skylt æðahnútum en hvorttveggja verður, vegna bilunar í bláæðum. Æðaslit er ekki eingöngu bundið við fótleggi en er þó algengast þar.

Meðferð við æðasliti //

Efni er sprautað inn í æðaslitið sem fær æðavegginn til að leggjast saman og að endingu skemmast. Efnið sem notast er við heitir Aethoxysklerol. Þessa meðferð þarf stundum að endurtaka en það er metið þremur mánuðum eftir meðferð.

Meðferðin er einföld og er gerð á stofu án slævingar eða svæfingar.

 

Meðferð æðaslits
Myndband //

Meðferð við æðasliti

Meðferð við æðasliti er einföld og er gerð á stofu án deyfingar. Meðferðin eyðir sýnilegum æðum í húð.