Aðalsteinn Arnarson

| Almennar skurðlækningar

 

​Efnaskipta- og offituaðgerðir (magahjáveita, magaermi, magaslanga), kviðsjárspeglun, gallsteinaaðgerðir, kviðslitsaðgerðir, bakflæðisaðgerðir.

 

Nám og störf

Aðalsteinn stundar kviðarholsskurðlækningar með áherslu á kviðsjáraðgerðir í efri hluta kviðar. Undir þá skilgreiningu falla meðal annars aðgerðir vegna gallsteina, vélindabakflæðis, kviðslita og offitu. Auk þess hefur hann áralanga reynslu af maga- og gallvegaspeglunum. Á Klíníkinni mun Aðalsteinn leggja sérstaka áherslu á meðferð sjúklinga með offituvandamál og nýta á þann hátt áralanga reynslu sína af þeim aðgerðum. Boðið er upp á nokkrar tegundir aðgerða sem koma til móts við ólíkar þarfir sjúklinga í þessum hópi.

 

Aðalsteinn las læknisfræði við Hans-Christian-Albrechts Universität í Kiel í Þýskalandi og fékk almennt lækningaleyfi 2003.

Í sérnámi sínu í almennum skurðlækningum starfaði Aðalsteinn við Blekingesjukhuset í Svíþjóð og hlaut réttindi sem sérfræðingur í Svíþjóð árið 2007 og á Íslandi árið 2008. Hann er einnig með sérfræðiréttindi í Noregi en þau fékk hann árið 2009.

Aðalsteinn starfaði sem sérfræðingur í almennum skurðlækningum við Blekingesjukhuset í Svíþjóð 2007-2015. Árin 2011-2015 vann hann jafnframt í hlutastarfi við Sørlandet sykehus Arendal, Noregi. Aðalsteinn starfar nú á  Landspítala Háskólasjúkrahúsi í 80% hlutfalli og á Klíníkinni Ármúla í 20% hlutfalli.

Utan vinnutíma

Frítíma sínum ver Aðalsteinn helst með fjölskyldu sinni. Áhugamál hans eru hefðbundin; útivist, almenn hreyfing og heilbrigt líferni.

Tímapantanir í síma 519 7000 eða á heimasíðu Heilsuveru

Höfundarréttur © Klíníkin Ármúla, öll rétttindi áskilin

 Ármúla 9, 108 Reykjavík, Iceland // mottaka@klinikin.is